Undursamlegur viðburður

Sagan um fyrsta helgileikinn um fæðingu Jesú, er vel þekkt og er hún uppistaða jólanna: Heilagur Frans af Assisi er samkvæmt hefðinni talinn hafa beðið íbúa þorpsins Grecchio að leika persónurnar í helgileiknum árið 1223. Eitt er víst að þessir „lifandi helgileikir“ urðu mjög vinsælir og þessi nýja hefð breiddist út um heiminn.

Vandinn var bara sá að þessir stóru leikir kröfðust margra leikenda og mikils undirbúnings. Á meðan á uppreisninni í Frakklandi stóð voru helgileikirnir bældir niður og búnir til umfangsminni leikir sem fjölskyldur gátu notið heima við.

Það sem þekktast var í þessum helgileikjum voru hinar litríku „santouns“, sem þýðir litlar, helgar verur á mállýsku Provence–héraðsins. Auk þeirra sem koma fram í Biblíunni, þ.e. fjölskylda Jesú, hirðingjarnir, englar og konungar – koma fram í þessum leikjum hversdagslegt fólk og venjulegir iðnaðarmenn og smákaupmenn.

Það er þó ein persóna sem þú þekkir kannski ekki strax en er ómissandi í helgileik í Provence–héraðinu. Hún kemur ekki með gjöf en lyftir höndum til himins og í svipnum má lesa lotningu og gleði. Þetta er Lou Ravi (hinn glaði). Á Ítalíu nefnist samsvarandi persóna Lo Stupido (hinn undrandi) og sameiginlegt einkenni þeirra er mikil lotning og undran. Þeir virðast koma tómhentir en færa í raun og veru fallegustu gjöfina; lotningu sína.

Við sem þekkjum svo vel söguna um tilurð jólanna getum auðveldlega fundið fyrir blessuninni sem henni fylgir. Fæðing Jesú verður hefðbundinn, endurtekinn atburður eins og hver annar. Þótt hún sé í raun allt annað en það. Sannleikurinn er þessi: Guð elskar okkur það mikið að Hann kom til jarðarinnar í mannslíki, Sonarins Jesú, svo við mættum kynnast Honum og læra að treysta Honum og elska Hann á móti.1 Við skulum ávallt varðveita hina barnslegu lotningu Lou Ravi vegna þessarar stórkostlegu gjafar!

  1. Sjá Jóhannes 3:16