Tag Archives: Einkareikningur

 • Ávöxtur á réttum tíma

  Rödd sonar míns brast þegar hann talaði: “Mamma, ég veit ekki hvað er á seyði, ég lét fjölskyldu mina bara til þess að takast á hendur nýtt starf en nú hefur það starf brugðist.!” Ég gerði mitt besta til þess að hleypa kjarki í hann en eftir því sem míúturnar liðu gerði ég mér ljóst […]

 • Skógarfylgsnið

  Í fyrravetur fór ég í fimm vikna ferð til þess að afla fjár fyrir góðgerðarverkefni sem ég tók þátt í. Áætlun mín var metnaðarfull – kannski um of. Langir, vinnusamir dagar án hléa í meira en mánuð höfðu áhrif á andlega líðan mína og almennt lunderni. Dag einn þegar ég var í matarhléi og á […]

 • Ég kýs fjallið

  Þegar bíllinn mjakaðist eftir bugðóttum veginum, upp, upp, upp, gat ég ekki varist þeirri hugsun að hús vinkonu minnar væri á fjallstindinum. Það var komið myrkur þegar við systir mín og tvær vinkonur komumst á leiðarenda en fjallið virtist lifandi jafnvel í myrkrinu. Vinkona okkar leiddi okkur upp dimmar tröppur með völtum þrepum upp að […]

 • Sniglaheimurinn

  Í dag fór ég í göngutúr með börnunum mínum úti í náttúrunni sem umkringir þorpið sem við búum í, svæði sem samanstendur af ræktuðu landi, stígum og litlum skógum. Veðrið var upp á sitt besta svo þetta var gott tækifæri fyrir börnin til þess að fá sér ferskt loft og hreyfingu um leið og þau […]

 • Lifandi von

  Ég óx upp á kristnu heimili og hef þekkt páskasöguna frá því ég var barn en það var ekki fyrr en í fyrra að ég uppgötvaði hvaða merkingu páskar hafa fyrir mig persónulega. Á síðustu páskum dvöldu hugsanir mínar ekki við dýrð upprisu Krists, sigur góðs yfir hinu illa né jafnvel við bjarta dagrenningu fyrir […]

 • Að draga að sér fersku lofti

  Þetta gerðist á einstaklega heitum og mollulegum sumardegi þegar við Jeffrey höfðum verið á ferð í nokkrar klukkustundir og skelltum okkur niður í biðsal loftlausrar rútubílastöðvar á Norður-Ítalíu. “Þurfti ég virkilega að koma með?” tautaði hann. Hvernig í ósköpunum hafði mér dottið þetta í hug? Að draga 14 ára ungling frá vinum sínum til þess […]

 • Ófullkominn heimur

  Það var bara lítilræði, bros litla barnsins míns, en það breytti lífsafstöðu minni. Þegar hann vaknaði og leit upp á mig horfði hann á það mikilvægasta í lífi sínu – mig! Honum var sama um að ég væri í ósamstæðum náttfötum og hárið í óreiðu. Hann elskaði mig bara og þótti vænt um að vera […]

 • Gleðilegan dag!

  Í flestum löndum er nýári fagnað á fyrsta degi ársins, 1. Janúar, en í Kambódíu, heimalandi mínu í þrjú ár, þurfum við að fagna nýju ári þrisvar á 365 dögum. Fyrst kemur alþjóðlegi nýársdagurinn, 1. Janúar, sem er þekktastur fyrir næturveislur og þynnku daginn eftir. Síðan er kínverski nýársdagurinn í janúar eða febrúar. Hann er […]

 • Dagbókin

  Þegar mér datt fyrst í hug að ég skyldi strengja nýársheiti um að halda dagbók, fleygði ég hugsuninni frá mér. Of mörg nýársheiti höfðu orðið að engu, ég gat séð fyrir mér að blöð dagbókarinnar yrðu tóm við enda ársins. Ég sagði líka við sjálfa mig að ég hefði ekki tíma fyrir enn eitt verkefnið. […]

 • Eilíf von

  “Vér fögnum líka í þrengingunum, með því að vér vitum að þrengingin veitir þolgæði en þolgæðið fullreynd en fullreyndin von. En vonin bregst oss ekki því að kærleika Guðs er úthellt í hjörtum vorum fyrir heilagan anda sem oss er gefinn.”1 Þetta er einn af uppáhaldsköflum mínum í Biblíunni en lengst af átti ég erfitt […]

 • Til hvers?

  Þegar ég varð sextugur á síðasta ári velti ég lífi mínu mikið fyrir mér. Ég hafði greinilega ekki afrekað allt sem ég hefði getað eða átti að hafa gert í lífi mínu til þessa. Var ég þess vegna mislukkaður? Lofðu mér að velta vöngum í mínútu áður en ég svara því. Nýverið höfðu hlutirnir breyst […]

 • Með litlum grænum framfaraskrefum

  Dag einn handleggsbrotnaði Joe. Þeir sögðu að brotið væri í samræmi við götufimleikana sem hann var að þjálfa sig í. Joe var leikmaður í þeim. Hann bjó í heimi sem samanstóð af einni risastórri hindrunaræfingu, hann klifraði, hljóp, losaði sig undan einhverju, teygði sig, stökk eða velti sér yfir hluti í stórborginni. Joe lagði hart […]