Tag Archives: Einkareikningur

 • Bestu Jólin

  Jólin, árið sem við höfðum lítið umleikis til að halda upp á þau, urðu okkar bestu jól! Við höfðum nýlega flutt á milli landa og þurftum að skilja allt jólaskrautið eftir. Ég velti því fyrir mér hvernig við færum að því að skreyta heimilið, einkum vegna þess að við áttum lítið handbært fé og þurftum […]

 • Fögnuður, ekki fullkomleiki

  Ef þú líkist mér hefur þú hugmynd um hvernig hin fullkomnu jól eiga að vera. Kannski gerirðu þér í hugarlund hið fullkomna tré og fullkomnar skreytingar, óskastað að ferðast til á jólunum, fullkomna jólamáltíð og vera umkringd fjölskyldu og vinum ásamt drykkjum, jólaköku eða hverju því sem þú elskar eða þykir best. Kannski hljómar uppáhalds […]

 • Tími kraftaverka

  Fyrir nokkrum árum síðan bjó ég og starfaði í miðstöð fyrir sjálfboðaliða í litlu þorpi í Suður-Rússlandi. Viku fyrir jólin það árið skall á stórhríð sem olli því að aðal rafmagnsstrengur héraðsins fauk og slitnaði í sundur. Enginn vissi hversu lengi rafmagnsleysið myndi vara þar sem viðgerðarmennirnir þurftu að bíða eftir því að verðinu slotaði […]

 • Hvers vegna fjárhúsið?

  Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði Hann reifum og lagði Hann í jötu, af því að eigi var rúm handa þeim í gistihúsinu. – Lúkas 2:7 Herra alheimsins hefði getað valið hvaða stað sem var fyrir Jesú að fæðast á. Það vekur upp spurninguna um hvers vegna Guð valdi fábrotinn stað þar sem húsdýr […]

 • Að fylgja stjörnunni

  Á hverjum jólum ímynda ég mér vitringana þrjá þar sem þeir fara gegnum eyðimörkina í leit að dularfullu stjörnunni. Ég sé þá fyrir mér þar sem þeir fara yfir heitan sandinn að deginum til og slá svo upp tjöldum á kvöldin. Hvergi á jörðinni er himinninn eins hlaðinn fegurð og dulúð og um stjörnubjarta nótt […]

 • Ein á Jólunum

  Ég hafði verIð að reyna að hugsa ekki um jólin. Ég kveið fyrir jóladeginum og vonaði að einhver engill kæmi inn í líf mitt og reddaði öllu saman. Ég reyndi jafnvel að láta sem þetta væri bara venjulegur dagur, ekki sérstakur dagur, í voninni um að einmanaleikinn hyrfi en ég gat ekki losnað við hann; […]

 • Þétt Högg

  Hefurðu einhvern tímann velt því fyrir þér hvers vegna þú þurfir stundum að takast á við mikla erfiðleika í lífinu og draga af þeim lærdóm? Einmitt þegar allt gengur sem best gerist eitthvað sem dregur þig niður um nokkur stig á hamingjukvarðanum. „Hvers vegna kemur þetta fyrir mig?“ Af hverju gerist þetta?“ „Hvers vegna einmitt […]

 • Te lexían

  Einn hlutur sem ég naut á japansárum mínum er hversu afburðasnjallir Japanir eru í að gera hversdagslega sýslan að listmáta. Hversdagsleg verk, eins og að laga te, raða blómum, rækta garðinn eða raka möl hefur verið breytt í menningarlegar og andlegar upplifanir. Ég dáist að því hvernig þeir halda við hefðum og meta fegurð einfaldra […]

 • Óvæntur atburður

  Jeppinn okkar hökti eftir ójöfnum slóða sem lá til aðalvegarins sem við myndum fara eftir til Nairobi. Við vorum á heimleið þangað eftir velheppnað hjálparstarf í afskekktu sveitahéraði í Kenya. Ég var þegar farin að hugsa til annasamrar viku sem ég átti í vændum. Næsta verkefni sem var á döfinni þurfti að áætla og skipuleggja […]

 • Litaást

  Ein fyrsta gjöf til mín sem ég man eftir er lítið sett af tempera litum. Síðar fékk ég sett af olíulitum, málaratrönur og málarastriga. Ég man eftir fyrsta “meistarastykki” mínu sem ég málaði þegar ég var 11 ára og var í sumarfríi í fjöllunum. Það var margra daga vinna og afraksturinn ekki merkilegur en tilfinning […]

 • Ég elska lífið!

  Veggirnir í svefnherberginu mínu lýsast upp við skin sólar á nýjum degi. Ég nudda augun, teygi úr mér og geispa á meðan ég læt hugann reika um liðna atburði. Krókaleiðir lífsins hafa leitt mig til uppgötvunar—þótt margir aðrir hafi fyrir löngu komist að þessu leyndarmáli. Ég hef uppgötvað hvað það er sem gerir manneskju hamingjusama […]

 • Að hlakka til mánudagsins

  Nýlega voru nokkrir farsælir Íslendingar allir spurðir sömu spurningarinnar. Eitt svar við spurningunni: „Áttu einhver ráð til þess að gefa lesendum varðandi lífsreglur?“ vakti áhuga minn. „Á sunnudögum skulið þið ávallt hlakka til vinnuvikunnar.“ Ég hugsaði með sjálfri mér. Það er hægara sagt en gert. Starf mitt sem hjúkrunarforstjóri á hjúkrunarheimili veldur streitu og þótt […]