Í lok ársins

Árið er senn á enda. Við getum horft um öxl og rifjað upp liðna daga og minnst hamingjustunda og ófyrirsjáanlegrar ánægju, góðu fréttanna sem við fengum sem voru eins og ferskt vatn handa þyrstri sálu.1 En, við getum einnig andað léttar hvað varðar það að sjá loksins að baki vandræða liðins árs.2 Á milli þessa há- og lágpunkta voru svo venjulegir dagar þegar ekkert óvenjulegt gerðist.

Nú árið er liðið, metið sett,
síðasta dáðin drýgð, síðasta orðið sagt.
Minningin er eftir ein
um alla gleði, sorg, og bót
og nú með áform hrein og bein,
við tökum nýju ári mót.
—Róbert Browning (1812–1899) (Þýtt á íslensku)

Nýtt ár er að hefjast og án efa mun það vera stráð gleðistundum, fögnuði, góðum fréttum, einhverjum vandræðum og mörgum hverdagslegum dögum. Þó svo við væntum einhverra stórra atburða, svo sem að byrja í nýrri vinnu, flytja inn á nýtt heimili eða eignast barn, þá eru flest atriði framtíðarinnar hulin okkur eins og gamall málsháttur hermir svo viturlega: „Hulan sem hylur framtíðina fyrir okkur er ofin af engli miskunnarinnar.“

Ég sé ekki ófarið skref þegar ég stíg yfir á annað ár; en ég hef skilið fortíðina eftir í höndum Guðs – Hann mun lýsa upp framtíðina með miskunn Sinni og það sem lítur út fyrir að vera myrkt í fjarlægðinni getur lýst upp er ég nálgast það.
—Mary Gardiner Brainard (1837–1905)

Og hvað með einmitt núna? Guð er hér hjá okkur núna, alveg eins og Hann var í fortíð og Hann mun vera hjá okkur um alla framtíð. Við skulum ljúka þessu ári með því að þekkja Þann sem er byrjunin og endirinn.3 og sem verður ávallt með okkur; í byrjun, í lokin og alla leiðina þar á milli.4

Kunnan gjörir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu.
—Sálmarnir 16:11

Himneski Faðir. Ég þakka þér fyrir árið sem er að líða, fyrir hláturinn og tárin, fyrir andblæinn, sólskinið og regnið. Hjálpaðu mér til að taka vel á móti áskorunum komandi árs með þeirri trú sem Þú leiðir mig í gegnum, eins og Þú hefur lofað.

  1. Sjá Orðskviðirnir 25:25.
  2. Sjá Sálmarnir 90:9.
  3. Sjá Opinberun Jóhannesar 22:13.
  4. Sjá Matteus 28:20.