Hvað viltu færa Mér?

Hvað getur þú fært Mér, Konungi konunganna,

Lávarði lávarðanna, sem ríkir á himnum og jörðin er fótskör Mín.1 Hvað gætir þú mögulega fært Mér, Þeim sem á allt? Hvað gæti Mig svo sem vantað? – Gjafir sem koma frá hjartanu. Ég mun varðveita allar þær gjafir sem koma frá hjartanu.

Sérhver einstaklingur er skapaður með einstaka blöndu af náðargáfu, hæfileikum og getu. Sumir þessara eiginleika virðast vera eðlilegir – T.d. skarpur eða leitandi hugur, hæfni til ákveðinnar fagkunnáttu eða starfsemi. Sumar náðargjafir koma skýrt fram í eðli einstaklings, eins og persónutöfrar. Aðrar náðargjafir láta oft lítið á sér bera en geta hjálpað þér á lífsleiðinni, eins og hógværð, bjartsýni, samkennd og sjálfsfórn. Og svo er það stærsta gjöf allra gjafa: Að geta gefið kærleik og tekið á móti honum. Þetta er náðargjöf sem allir fá í einhverju magni og er hluti af því að vera skapaðir í Guðsmynd. Hverjar svo sem náðargjafirnar eru, þá vinna þær saman og gera þig einstaka/n í Mínum augum.

Allar þessar náðargjafir hafa verið gefnar til að auðga líf þitt og annarra en hvernig þú verð þeim og hversu oft þú beitir þeim er undir þér sjálfri/sjálfum komið. Ekkert gleður Mig meira en að sjá þig nota þær til að koma öðru fólki til góða og gleðja það. Þegar þú gerir það gerist hið undursamlega; náðargjafir þínar og hæfileikar vaxa og margfaldast og kærleikurinn breiðist út frá hjarta til hjarta og síðan aftur til þín.

Hvað getur þú gefið Mér þessi jól og á næsta ári? Notaðu það sem þú átt, allt það sem þú hefur nú þegar fengið í vöggugjöf. Það væri hin fullkomna gjöf handa Mér.

  1. Sjá Tímóteusarbréf 1 6:15; Jesaja 66:1.