Hreini breiðnefurinn

Sumir dagar virðast töfrum líkastir—allt gengur vel, ég prófa nýjar hugmyndir, þá er árangur af ýmsum verkum sem ég hef sinnt í nokkurn tíma. Síðan eru aðrir dagar sem líða án þess að ég finni nokkurn afrakstur af því sem ég hef verið að gera yfir daginn. Að vísu fæddi ég börnin og klæddi, þau lærðu heima og þau léku sér í lystigarðinum… en ég vil að meira liggi eftir mig. Mig langar að merkja við allmarga hluti á langa óskalistanum mínum. Mig langar að geta sagt að mér hafi miðað vel áfram í mörgum málum. Og um það má enn fremur segja að mér finnst ég dragast aftur úr á svo mörgum sviðum í lífinu.

Fyrir nokkrum mánuðum við enda langs dags var ég að reyna að bægja frá örvilnun sökum margra skylduverka og vandamála sem hrönnuðust upp svo hratt að ég hélt ekki í við þau. Síðan fór ég inn á baðherbergið og kom að Patreki (tveggja ára) sem hafði tekið mjúka loðna tuskudýrið, breiðnefinn, fyllt vaskinn af vatni, þvegið hann vel og hafði núna stráð matarsóda (en ég nota hann til þess að hreinsa vaskinn) yfir hann.

Ég þurfti ekki á meiru óreiðustandi að halda. En þetta var virkilega krúttlegt svo ég hló innra með mér og hugsaði: Þótt ég komi áfram engu í verk af því sem ég vil gera, er breiðnefurinn þó hreinn!

Síðar þegar ég horfði á börnin ánægð og þægilega komið fyrir í rúminu bíðandi eftir sögustund ákvað ég að breyta mælikvarðanum fyrir ,afreksdögum‛ og ,góðum dögum.‛

Nú les ég yfir annan gátlista og athuga hversu mörg atriði ég get merkt við á honum:

• Fékk ég börnin til þess að brosa?

• Var ég þolinmóð þegar hlutirnir fóru úr böndunum?

• Sýndi ég hverjum syni að ég elskaði hann?

• Var ég til staðar til þess að hjálpa, hlusta og hvetja þótt ég kæmi engu í verk í framhaldi af því?

• Bað ég fyrir einhverjum í dag?

• Hló ég og ákvað að takast á við hlutina þótt mér fyndist ég vera komin á ystu nöf?

Á morgun kemur annar dagur. Það mun á endanum leysast úr gátlistanum. Puða. Anda. Brosa. Puða. Anda. Brosa. Við komumst þangað á endanum, hvar sem ,þangað‛ er staðsett.