2015

 • Undursamlegur viðburður

  Sagan um fyrsta helgileikinn um fæðingu Jesú, er vel þekkt og er hún uppistaða jólanna: Heilagur Frans af Assisi er samkvæmt hefðinni talinn hafa beðið íbúa þorpsins Grecchio að leika persónurnar í helgileiknum árið 1223. Eitt er víst að þessir „lifandi helgileikir“ urðu mjög vinsælir og þessi nýja hefð breiddist út um heiminn. Vandinn var […]

 • Bestu Jólin

  Jólin, árið sem við höfðum lítið umleikis til að halda upp á þau, urðu okkar bestu jól! Við höfðum nýlega flutt á milli landa og þurftum að skilja allt jólaskrautið eftir. Ég velti því fyrir mér hvernig við færum að því að skreyta heimilið, einkum vegna þess að við áttum lítið handbært fé og þurftum […]

 • Fögnuður, ekki fullkomleiki

  Ef þú líkist mér hefur þú hugmynd um hvernig hin fullkomnu jól eiga að vera. Kannski gerirðu þér í hugarlund hið fullkomna tré og fullkomnar skreytingar, óskastað að ferðast til á jólunum, fullkomna jólamáltíð og vera umkringd fjölskyldu og vinum ásamt drykkjum, jólaköku eða hverju því sem þú elskar eða þykir best. Kannski hljómar uppáhalds […]

 • Tími kraftaverka

  Fyrir nokkrum árum síðan bjó ég og starfaði í miðstöð fyrir sjálfboðaliða í litlu þorpi í Suður-Rússlandi. Viku fyrir jólin það árið skall á stórhríð sem olli því að aðal rafmagnsstrengur héraðsins fauk og slitnaði í sundur. Enginn vissi hversu lengi rafmagnsleysið myndi vara þar sem viðgerðarmennirnir þurftu að bíða eftir því að verðinu slotaði […]

 • Vonarskeyti Guðs

  Norman Vincent Peale rithöfundur, sem þekktur er fyrir hvatningar sínar, skrifaði: „Jólin veifa töfrasprota yfir heiminn og sjá, allt er mýkra og fallegra.“ Þessi tilvitnun leiðir hugann að logandi eldi í arninum, fallegum sokkum sem hanga frá arinhillunni, sígrænu tré sem skreytt er glingri og englahári og í kringum það er vænlegur stafli af innpökkuðum […]

 • Hvers vegna fjárhúsið?

  Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði Hann reifum og lagði Hann í jötu, af því að eigi var rúm handa þeim í gistihúsinu. – Lúkas 2:7 Herra alheimsins hefði getað valið hvaða stað sem var fyrir Jesú að fæðast á. Það vekur upp spurninguna um hvers vegna Guð valdi fábrotinn stað þar sem húsdýr […]

 • Guð á meðal okkar

  Sumt fólk getur ekki skilið það hvernig Guð gat komið niður til okkar og verið hjúpaður mannlegum líkama. Mér finnst það ekkert undarlegt. Reyndar á ég létt með að trúa því vegna þess að ég sé Jesús fæðast í hjörtum manna á hverjum degi. Hann kemur og dvelur í hjörtunum og umbreytir lífi fólks. Fyrir […]

 • Að fylgja stjörnunni

  Á hverjum jólum ímynda ég mér vitringana þrjá þar sem þeir fara gegnum eyðimörkina í leit að dularfullu stjörnunni. Ég sé þá fyrir mér þar sem þeir fara yfir heitan sandinn að deginum til og slá svo upp tjöldum á kvöldin. Hvergi á jörðinni er himinninn eins hlaðinn fegurð og dulúð og um stjörnubjarta nótt […]

 • Gerir þetta til frambúðar

  Það er svo yndislegt að hugsa um jötuna, englana og nóttina þegar Jesús kom til jarðarinnar. Við einbeitum okkur að þessari hugsun í nokkrar vikur yfir jólahátíðina og ef til vill hugsum við um þetta öðru hvoru allt árið. En þetta var aðeins hluti af enn yfirgripsmeiri mynd. Jesús skaust ekki bara niður á jörðina […]

 • Ein á Jólunum

  Ég hafði verIð að reyna að hugsa ekki um jólin. Ég kveið fyrir jóladeginum og vonaði að einhver engill kæmi inn í líf mitt og reddaði öllu saman. Ég reyndi jafnvel að láta sem þetta væri bara venjulegur dagur, ekki sérstakur dagur, í voninni um að einmanaleikinn hyrfi en ég gat ekki losnað við hann; […]

 • Mikilvægast af öllu

  Ef ég skreyti húsið mitt fullkomlega með jólaviði (holly), blikandi ljósum og skínandi jólakúlum en sýni engan kærleika, þá er ég bara eins og hver annar skreytingarmaður. Ef ég fer fram úr mér í eldhúsinu við það að baka fleiri dúsín af jólakökum, elda sælkeramat og dekka fallegt jólaborð en sýni engan kærleika, þá er […]

 • Í lok ársins

  Árið er senn á enda. Við getum horft um öxl og rifjað upp liðna daga og minnst hamingjustunda og ófyrirsjáanlegrar ánægju, góðu fréttanna sem við fengum sem voru eins og ferskt vatn handa þyrstri sálu.1 En, við getum einnig andað léttar hvað varðar það að sjá loksins að baki vandræða liðins árs.2 Á milli þessa […]