15. árgangur | 05. maí 2014

 • 01-Finding.God

  Að finna Guð

  Að reyna að lýsa Guði getur verið áskorun. Hann hefur svo margar hliðar og Hann er miklu stórkostlegri og djúpvitrari en við fáum skilið. Auk þess er hvert okkar mismunandi á vegi statt í persónulegum þroska og tengsl okkar við Guð breytast með árunum. Til dæmis virðist Guð koma tveggja ára dóttur minni, Audrey, fyrir […]

 • 02-The.Masters.Hands

  Hendur meistarans

  Einu sinni fór móðir með ungan son sinn sem var nýfarinn að læra að spila á píanó á konsert með hinum heimspekkta píanista Jan Paderewski. Eftir að sætavísirinn hafði sýnt þeim hvar þau áttu að sitja, kom móðirin auga á vinkonu meðal tónleikagesta og gekk niður ganginn til þess að heilsa henni. Litli drengurinn leit […]

 • 03-The.Rock

  Kletturinn

  Nýlega snerum við Maria, eiginkona mín, heim úr ferð til Sviss en þar dvöldum við hjá vinum sem búa við stöðuvatn í því landi. Meðan á dvölinni stóð, stóð ég oft við gluggann og virti fyrir mér vatnið og fjöllin sem umkringdu það. Einu sérstöku fjalli tók ég eftir. Það skagaði fram eins og risavaxinn […]

 • 04-Over.The.Precipice

  Yfir þverhnípið

  Þessi atburður í fríi í Skotlandi stendur mér enn lifandi fyrir hugskotssjónum. Við vinur minn, Adrian, héldum þennan morgun af stað frá Farfuglaheimili í Fort Williams, ákveðnir í að klífa Ben Navis, hæsta fjall Bretlands (1.344 m). Við vorum ævintýraþyrstir táningar og kipptum okkur ekki upp við varnaðarorð íbúa á staðnum um að það viðraði […]

 • 05-Lights.Will.Guide.You.Home

  Ljós sem leiða þig heim

  Kvöld eitt var ég að aka heim til mín með rúðurnar galopnar og vindurinn feykti hári mínu. Útvarpið var opið en ég var að mestu leyti niðursokkin í eigin hugsanir – það er að segja þar til ég veitti athygli orðunum í laginu „Fix you“  eftir Coldplay. Þegar þú reynir þitt besta en mistekst Þegar […]

 • 06-Reaching.Pleasant.Places

  Að ná til „grænna grunda“

  Ég hef mætur á 23.sálmi. Það er aðallega vegna versins um rósemi, fegurð og frið: „Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns.“1 Ég hugleiddi yfir þessum sálmi og gerði mér ljóst að […]

 • 07-Save.Your.Sanity

  Bjargaðu geðheilsunni

  Að láta hvílast í Drottni1 er að varpa þunga sínum á Jesú og verja tíma í náið samband við Hann og samfélag svo að Hann geti gert þig sterka/n og endurnýjað sýn þína. Það ljær okkur friðaranda og trú og fær okkur til að setja Jesú í fyrsta sæti. Að hvíla í Drottni er gleðilegt […]

 • 08-Effective.Quiettime

  Áhrifarík kyrrðarstund í fimm skrefum

  Ég er hálf hætt störfum en á enn virkt líf fullt af gleði. Þegar ég lít yfir síðasta ár kem ég auga á ávinning sem ég hafði af því að hafa kyrrðarstund að morgni dags með Guði, í upphafi annasams dags. Hér koma ráðleggingar í fimm skrefum sem hafa hjálpað mér að fá andlega uppörvun […]

 • 09-Quite.A.Commotion

  Talsverð æsing

  Ímynduð endursögn á atburðum í Postulasögunni 2. Kafla, eftir Chris Hunt. Mér dettur í hug orðið “æsing” þegar ég hugsa um hann. Ég get ekki gleymt því þegar ég hitti hann í fyrsta skipti. Ég var í samkunduhúsinu á venjulegri sabbat-samkomu. Judit var roskin ekkja sem var með mjög vanskapaðan hrygg. Hún fór til þessa […]

 • 10-Speed.Date

  Hraðviðtal

  Guð er ekki alger ráðgáta; Hann hefur sagt okkur heilmikið um Sjálfan Sig í Orði Sínu. Dragðu fram stól og heyrðu hvað Hann hefur að segja. Við komumst ekki að öllu um Hann1 en heilmikil fræðsla er tiltæk svona til að byrja með. “Ég hef ekki talað í leynum, einhvers staðar í landi myrkranna. Ég […]

 • 12-Getting.The.Most

  Að njóta lífsins til fulls

  Mér þykir miður að svo margir láta sér nægja að láta lífið fara fram hjá sér. Verið getur að þeir séu svo önnum kafnir við lífsgæðakapphlaupið að þeir missa af því að lifa eða þeir fylla hverja ónotaða stund af slakandi tómstundaiðkun. En hvert leiðir öll þessi athafnasemi? Hvenær lifa þeir í raun og veru? […]