14. árgangur | 05. maí 2013

 • Að plokka fjaðrir

  Í æsku bjó ég í sveitinni, nánara tiltekið Pleasant Hill, New York. Við höfðum ætíð nóg af hænum sem ráfuðu um og leituðu að ormum og pöddum, þær rótuðu í jörðinni til þess að finna fræ og áttu yfirleitt vandamálalausa, hamingjusama ævi. Það er þess vegna sem ég kaupi enn ætíð egg frá frjálsum hænum […]

 • Það ófyrirsjáanlega

  Stundum þegar við eigum síst von á því öðlumst við litlar opinberanir sem varpa ljósi á samhengi, veita innsæi og endurnæra trú okkar. Ég fékk eina slíka um daginn. Við höfðum barist í bökkum fjárhagslega og nú var bíllinn kominn á verkstæði. Á meðan ég beið eftir því að bóndi minn hringdi og segði mér […]

 • Að skapa rúm

  Ég ákvað að “betra væri seint en aldrei” og fetaði nýja braut og löngu tímabæran hlut: meira en 50 ára gömul skráði ég mig í námskeið í ökuskóla í grenndinni. Mér til skelfingar var ég látin keyra í umferðaröngþveitinu í Nairobi aðeins eftir eina kennslustund. “Reyndu að mynda rými í kringum bílinn,” var ein af […]

 • Langlyndi – ávöxtur sátta

  “En ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og bindindi. Gegn slíku er lögmálið ekki.”1 “Herra, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum ef hann misgjörir við mig?” spurði einhver Jesú og kom svo með vonarfulla ágiskun. “Svo sem sjö sinnum?” “Nei, sjötíu sinnum sjö!” svaraði Jesús.2 Með öðrum orðum, […]

 • Ég þoli hana ekki!

  Sumt fólk er okkur betur við en annað, sumu fólki er betur við okkur en annað fólk. Þegar ég starfaði sem hjúkrunarkona við bráðadeild sjúkrahúss í Reykjavík, Íslandi, var ég full sjálfstrausts og fannst ég geta höndlað hvaða aðstæður sem væri. Mér líkaði erillinn, adrenalínskotið, og bauðst alltaf til að taka að mér erfiðustu tilfellin. […]

 • Hvers vegna seinkar Guði?

  Sp. Ég hef verið að leita að vinnu en án árangurs. Hafi ég beðið til Guðs og gert minn hluta, hvers vegna hjálpar Guð mér ekki? Sv. Hvernig Guð starfar í lífi okkar og hvernig hættir Hans eru oft ofar okkar skilningi. Það er leyndardómsfullt, gerir okkur auðmjúk og krefst vanalega trúar og þolinmæði af […]

 • Hjónabandsspegillinn

  “Mariiie!” Stressuð rödd bónda míns hljómar eins og bjalla gegnum húsið. “Hvar sagðirðu aftur að græna skyrtan mín væri?” “Hún er í skápnum til vinstri, á milli hvítu skyrtnanna og jakkans.” “Ég finn hana ekki!” Ég fylgdi röddinni upp stigann og inn í herbergið okkar. “Ég er seinn fyrir og hún er ekki þar sem […]

 • Illa farin segl

  Eftir stranga vinnutörn fyrir nokkrum mánuðum síðan hafði ég hlakkað til að fara í smá frí. Ég vissi að ég þyrfti að hugleiða framtíð mína og áform í samræmi við breytingar sem áttu sér stað umhverfis mig og þær myndu aftur hafa áhrif á starfsferil minn og kringumstæður. En ég hlakkaði líka til að kafa […]

 • Ekki eru allar öldur til góðs

  Þar eð ég hafði enga aðra atvinnumöguleika á þeim tíma voru aðstæður mínar ekki góðar. Yfirmaður minn gerði mér lífið leitt. Hann var eigingjarn, illa upp alinn og grófur en eins og vitlausi framkvæmdastjórinn í kvikmyndaþættinum The Office virtist hann álíta alla sem bestu vini sína. Í hvert skipti sem ég reyndi að hafa orð […]

 • Róleg stund að morgni

  Biblían geymir heilmikið af ráðleggingum varðandi það hvernig við eigum að verja tíma okkar og kröftum: Við eigum að elska aðra og hjálpa þeim,1 deila Fagnaðarerindinu með öðrum2 og leggja okkur fram við vinnu okkar3 svo að fáeinir hlutir séu nefndir. Biblían kennir okkur líka að stundum skulum við ekkert aðhafast og láta Guð vinna […]

 • Gáum að raunveruleikanum

  Ef þú ert eins og flest fólk nú á dögum ertu vön/vanur því að vera fljótur í förum og ná skjótt árangri. Vandamálið sem tengist því – að minnsta kosti er það hluti vandans – er að það sem var nægilegt í gær virðist ekki nóg í dag og stigmagnandi (sívaxandi) persónulegar væntingar smitast yfir […]