14. árgangur | 01. janúar 2013

 • Gleðilegan dag!

  Í flestum löndum er nýári fagnað á fyrsta degi ársins, 1. Janúar, en í Kambódíu, heimalandi mínu í þrjú ár, þurfum við að fagna nýju ári þrisvar á 365 dögum. Fyrst kemur alþjóðlegi nýársdagurinn, 1. Janúar, sem er þekktastur fyrir næturveislur og þynnku daginn eftir. Síðan er kínverski nýársdagurinn í janúar eða febrúar. Hann er […]

 • Dagbókin

  Þegar mér datt fyrst í hug að ég skyldi strengja nýársheiti um að halda dagbók, fleygði ég hugsuninni frá mér. Of mörg nýársheiti höfðu orðið að engu, ég gat séð fyrir mér að blöð dagbókarinnar yrðu tóm við enda ársins. Ég sagði líka við sjálfa mig að ég hefði ekki tíma fyrir enn eitt verkefnið. […]

 • Eilíf von

  “Vér fögnum líka í þrengingunum, með því að vér vitum að þrengingin veitir þolgæði en þolgæðið fullreynd en fullreyndin von. En vonin bregst oss ekki því að kærleika Guðs er úthellt í hjörtum vorum fyrir heilagan anda sem oss er gefinn.”1 Þetta er einn af uppáhaldsköflum mínum í Biblíunni en lengst af átti ég erfitt […]

 • Til hvers?

  Þegar ég varð sextugur á síðasta ári velti ég lífi mínu mikið fyrir mér. Ég hafði greinilega ekki afrekað allt sem ég hefði getað eða átti að hafa gert í lífi mínu til þessa. Var ég þess vegna mislukkaður? Lofðu mér að velta vöngum í mínútu áður en ég svara því. Nýverið höfðu hlutirnir breyst […]

 • Nýtt upphaf – Áskorun nýs árs

  Við vitum ekki hvað nýtt ár ber í skauti sér þegar við stöndum frammi fyrir því. En eitt vitum við: við getum sagt skilið við fortíðina áhyggjur hennar, sársauka, sorgir og mistök. Við getum ekki látið eina gjörð ógerða né eitt orð ósagt en við vörpum allri sorg og eftirsjá yfir á Guð og Hann […]

 • Með litlum grænum framfaraskrefum

  Dag einn handleggsbrotnaði Joe. Þeir sögðu að brotið væri í samræmi við götufimleikana sem hann var að þjálfa sig í. Joe var leikmaður í þeim. Hann bjó í heimi sem samanstóð af einni risastórri hindrunaræfingu, hann klifraði, hljóp, losaði sig undan einhverju, teygði sig, stökk eða velti sér yfir hluti í stórborginni. Joe lagði hart […]

 • Gegnum þokuna

  Breytingar koma mér mjög úr jafnvægi. Mér þykir vænt um litla hreiðrið mitt þar sem allt er á sínum stað og ekkert ýtir of mikið við mér. Mér líkar vanaverk og fyrirætlanir, huggunin við það að vita hvað er á seyði- bæði strax og í framtíðinni. Breytingar geta stundum verið spennandi en að mestu leyti […]

 • Stefndu hátt og endaðu í sterkri stöðu

  Ég las í íþróttablaði um hlaup að útskýrt var hvernig koffeín bætti frammistöðu hlaupara með því að minnka þreytutilfinningu. Ég reyndi það í maraþon-hlaupi og eins og við manninn mælt, ég sló ekki aðeins persónulegt met heldur heppnaðist það þótt ég eyddi dýrmætri orku í að tala við annan hlaupara allan fyrri hluta keppninnar. Hefði […]

 • Dag fyrir dag

  Lífinu er oft líkt við ferðalag. Skref fyrir skref, dag fyrir dag ferðumst við veg sem tilheyrir okkur einum. Þótt við deilum stundum gleði okkar og sorgum með öðrum sem við hittum á vegferð okkar, er ferð okkar og annarra aldrei nákvæmlega sú sama. Einn hlut eigum við þó sameiginlegan en hann er sá að […]

 • Þú og Ég saman

  Þú þarfnast Mín. Þú þarfnast þess sem Ég hef að gefa. Þú þarfnast styrks Míns, kærleika Míns, forða Míns, verndar Minnar. Ég hef allt þetta handa þér og fleira. Ég er lífsuppspretta þín og vegna þess að Ég er til staðar, getur líf þitt verið dásamlegt, fallegt, ríkulegt og fyllt því sem raunin segir að […]