Að finna Guð

Að reyna að lýsa Guði getur verið áskorun. Hann hefur svo margar hliðar og Hann er miklu stórkostlegri og djúpvitrari en við fáum skilið. Auk þess er hvert okkar mismunandi á vegi statt í persónulegum þroska og tengsl okkar við Guð breytast með árunum.

Til dæmis virðist Guð koma tveggja ára dóttur minni, Audrey, fyrir sjónir eins og vingjarnlegur heiðursmaður með langt, hvítt skegg sem fylgist með öllu á bak við nokkur ský. Í bókum hennar birtist Jesús vanalega sem kornabarn í jötu eða fjárhirðir sem telur kindur.

Það er ágætt að samband barna og Guðs sé einfalt. Jesús sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er himnaríki.‟ 1 Samt hlakka ég til að Audrey þroskist að því marki að hún geti upplifað mun fleiri af eiginleikum Guðs, til dæmis visku Hans, 2 lækningarmátt, 3 huggun, 4 hjálp Hans í nauðum 5 o.s.frv.

Þótt ekkert okkar geti nokkurn tímann skilið Guð til fulls, getum við fundið vísbendingar í Orði Hans sem hjálpa okkur að kynnast Honum betur. Það sem skiptir mestu máli er að Biblían segir okkur að Guð elskar hvert okkar yfirmáta mikið. Jafnvel þótt Honum sé kunnugt um allt það ranga sem við höfum gert. Kærleikur Hans er eilífur, skilyrðislaus og alger. „Því að ég er þess fullviss að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs sem birtist í Kristi Jesú, Drottni vorum.‟6

  1. Matteus 19:14
  2. Jakobsbréf 1:5
  3. Jakobsbréf 5:16
  4. Sálmarnir 147:3
  5. Sálmarnir 46:1
  6. Rómverjabréfið 8:38-39